25.06.2003
Jæja ágæta skíðafólk, nú er komið að því!
Golfnefnd Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að kanna hvort áhugi er fyrir því að halda golfmót Laugardaginn 12. júlí á Arnarhvolsvelli í Svarfaðardal. Mótið verður haldið samhliða móti sem Golfklubburinn Hamar heldur og heitir Norðurstrandar mót. Mótið er opið öllu skíðaáhuga fólki.
Við viljum biðja þá sem áhuga hafa að láta okkur vita sem allra fyrst svo hægt verði að hefja undirbúning á fullu.
Vinsamlega látið þetta berast til sem flestra.
Skráning og fyrirspurnir sendist á:
oo@mmedia.is
Fyrir hönd golfnefndar.
Óskar