Greiðsla styrksins frá Samherja.

Ákveðið hefur verið að greiða æfingagjöld niður um 40 % með framlagi Samherja til Skíðafélags Dalvíkur. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eru þeir sem stunda æfingar hjá Skíðafélagi Dalvíkur skíðavertíðina 2010 og viljum biðja þá sem þegar hafa greitt gjöldin að senda póst á skidal@hotmail.com þar sem nafn iðkenda, kennitala og reikningsnúmer kemur fram. Þeir sem eiga eftir að greiða æfingargjöld er einnig bent á að senda póst á skidal@hotmail.com og fá upplýsingar um fyrirkomulag greiðslu gjaldanna.