Nýja starthempan kom sér vel í Bláfjöllunum í dag.
Um helgina var haldið Bikarmót SKÍ í flokkum 12 – 15 ára. Keppt var í Bláfjöllum og stóð til að nýta bæði laugardag og sunnudag, en vegna veðurspá var ákveðið að keyra mótið á laugardeginum ásamt því að keppt var í tveimur svigum í staðinn fyrir svigi og stórsvigi. Skíðafélag Dalvíkur átti 14 fulltrúa á mótinu sem allir stóðu sig með stakri príði.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Drengir 12 ára
Torfi Jóhann Sveinsson 1. Sæti í báðum mótum
Jörfi Blær Traustason 5 sæti í báðum mótum
Stúlkur 13 ára
Verónika Jana Ólafsdóttir 9 í fyrra móti 10 í seinna móti
Drengir 13 ára
Brynjólfur Máni Sveinsson 3 í fyrra móti 1 í seinna móti
Drengir 14 ára
Magnús Rosazza ógilt í fyrra móti 3 sæti í seinna móti
Stefán Daðason 5 í fyrra móti, 4 í seinna móti
Stúlkur 15 ára
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir 2 sæti í báðum mótum
Valgerður María Júlíusdóttir 6 í fyrra móti 5 í seinna móti
Kristrún Lilja Sveinsdóttir 8 í fyrra móti 6 í seinna móti
Drengir 15 ára
Guðni Berg Einarsson 1 sæti í báðum mótum
Daði Hrannar Jónsson 2 sæti í fyrra mótir 5 í seinna móti
Birgir Ingvason 6 sæti í fyrra móti 3 í seinna móti
Daníel Máni Hjaltason 5 sæti í fyrra móti ógilt í seinna móti
Styrmir Þeyr Traustason 8 sæti í fyrra móti 7 sæti í seinna móti.










