30.03.2003
Í dag undirritaði Guðný Hansen samning þess efnis að hún muni þjálfa hjá Skíðafélagi Dalvíkur næstu skíðavertíð.
Þetta er stór áfangi og fögnum við því mjög að hafa náð samkomulagi við hana því að hún hefur sýnt það og sannað í vetur að hún er mjög hæfur skíðaþjálfari. Þrátt fyrir að hingað til hafi einungis verið opið í 43 daga í Böggvisstaðafjalli í vetur þá kom vel í ljós hversu góður þjálfari hún er og hafa foreldrar hvatt okkur til að ráða hana aftur.
Guðný verður búsett á Spáni í sumar og ætti hún að vera vel undir hitann búinn eftir að hafa dvalið á Dalvík í vetur! Hún kemur til okkar aftur í desember í haust.