Harpa Rut , Björgvin, Skafti og Kristinn Ingi kepptu í Noregi í dag.

Harpa Rut Heimisdóttir tók þátt í alþjóðlegu móti í svigi í Hurdal í Noregi í dag og hafnaði í öðru sæti. Björgvin Björgvinsson, Skafti Brynjólfsson og Kristinn Ingi Valsson voru meðal keppenda í karlaflokki. Björgvin féll úr keppni í fyrri ferð og Skafti í þeirri seinni en Kristinn Ingi hafnaði í 34. sæti. Þau taka þátt í öðru svigmóti á sama stað á morgun.