05.01.2002
Aftur var keppt í svigi í Oppdal í dag. Harpa Rut endaði fjórða eftir að hafa verið með fimmta besta tíman eftir fyrri ferð. Aðstæður voru ekki upp á það besta frekar en í gær en að sögn Kristins Inga þá komust 40 í mark af 90 keppendum í karlaflokki. Mótin í Oppdal voru ekki sterk en Harpa var að gera um 60 punkta og Kristinn Ingi gerði 79 punkta í gær. Þess má geta að Kristinn var með áttunda besta tíman í seinni ferð í mótinu í gær. Þau halda svo til Þrándheims þar sem þau taka þátt í stórsvigsmóti á morgun og mánudag.