04.01.2002
Í dag var keppt í svigi í Oppdal, Harpa Rut Heimisdóttir og Kristinn Ingi Valsson voru þar meðal keppenda ásamt fleiri Íslendingum.
Að sögn þeirra voru aðstæður ekkert sérstækar en nokkuð hefur snjóað síðustu daga og færið því frekar mjúkt.
Harpa endaði í fjórða sæti eftir að hafa verið 20 brotum á eftir fyrstu manneskju í fyrri ferð en í þeirri seinni startaði hún no. 27 og var því brautin orðin mjög léleg þegar að henni kom. Kristinn Ingi endaði í 20. sæti en hann hafði sömu sögu að segja um aðstæður í Oppdal í dag en í samtali við hann sagðist hann vera mjög sáttur við að hafa skilað sér í mark á fyrsta móti ársins. Á morgun verður aftur keppt í svigi í Oppdal.
Þess má geta að Ólafsfirðingurinn Kristján Uni Óskarsson hafnaði í öðru sæti í dag. Gunnlaugur Haraldsson einnig frá Ólafsfirði er meiddur og keppti ekki í dag en þeir eru báðir í skíðamenntaskólanum í Oppdal.