Haustæfingar.

Eins og síðastliðið haust hefur verið tekin ákvörðun um að Skíðafélag Dalvíkur fari í samstarf við Frjálsíþróttadeild UMFS með haustæfingar innanhúss. Æfingarnar eru þegar hafnar og eru sem hér segir: Á þriðjudögum fyrir 1-3 bekk frá kl. 16:00-17:00. Á föstudögum fyrir 4-6 bekk frá kl. 16:00-17:00. Á þrijudögum og föstudögum fyrir 7 bekk og eldri frá kl. 17:00-18:00. Við hvetjum alla skíðakrakka til að mæta vel á æfingarnar.