HAUSTÆFINGAR

Haustæfingar fyrir 13 ára og eldri hefjast fimmtudaginn, 9.september undir vaskri stjórn Sveins Torfasonar. Mæting er við Brekkusel kl.18:00 í spjall og létta æfingu. Við hvetjum náttúrlega Noregsfarana til að vera ofur-jákvæð :-) og dugleg að mæta. Fréttir af haustæfingum fyrir aðra aldurshópa munu verða settar inn bráðlega.