HAUSTÆFINGAR 11-12 ÁRA

Nú eru haustæfingar Skíðafélags Dalvíkur fyrir 11-12 ára aldur að hefjast. Sunnudagin, 19.september kl.17 verður fyrsta æfingin hjá 11-12 ára, það er þeim sem eru fædd 1992-1993. Mæting er við Brekkusel þar sem fundað verður með krökkunum um æfingafyrirkomulagið í haust og síðan verður létt æfing á eftir. Stefnt er að því að æfingar verði tvisvar sinnum í viku. Þjálfari er Sveinn Torfason. Verið nú dugleg að koma ykkur í form fyrir veturinn :-)