Haustæfingar

Sæl öll, Þorsteinn Helgi, Mod og Mad vilja hefja haustæfingar sem allra fyrst. Þeir ætla að sjá um þær og gera æfingar fyrir krakka sem eru 11 ára og eldri. Það væri fínt að hafa samband við Þorstein í síma 846-6913 um það hvort þið væruð til í að vera með eða ekki. Þeir reikna með að hafa æfingar tvisvar í viku inni á laugardögum og sunnudögum og á meðan veður leyfir að finna einn dag í miðri viku að taka útiæfingu. Æfingarnar sem verða inni tengjast styrk og jafnvægi og þoli. Allt sem skíðamaðurinn þarf. Það þarf náttúrulega að vera einhver þáttaka og þess vegna væri gott ef hægt væri að hafa samband sem fyrst til að sjá hvort það sé metnaður fyrir þessu. Það verða einhver æfingagjöld en þau verða ekki mjög há. Aðallega til þess að dekka kostnað á leigu á íþróttasalnum. Vonandi að sem flestir taki þátt. -Þorsteinn Mod og Mad.