Haustæfingar fyrir 10,11 og 12 ára

Haustæfingar fyrir krakka sem eru fædd 1996, 1997 og 1998 (10,11 og 12 ára) hefjast fimmtudaginn 17. október. Næsta æfing þar á eftir verður þriðjudaginn 21. október og er mæting við Brekkusel kl. 17:00 báða dagana, hver æfing stendur yfir í 1 klst. Það ræðst síðan af þátttöku hvort framhald verði á æfingunum og er þá stefnt að því að æfingarnar verði í íþróttahúsinu á þessum tímum út nóvember. Nánari upplýsingar verða á skidalvik.is 21.október. Mikilvægt er að krakkarnir mæti í íþróttafatnaði og klædd eftir veðri! Harpa Rut Heimisdóttir íþróttafræðingur sér um æfingarnar. Skíðafélag Dalvíkur.