Haustæfingar fyrir 13 ára og eldri

Skíðafélag Dalvíkur hefur ákveðið að hefja haustæfingar fyrir 13 ára (97) og eldri ef áhugi er fyrir hendi og næg þátttaka fæst. Fyrirhugaðar eru tvær æfingar á viku í íþróttahúsinu á mánudögum og miðvikudögum milli kl 18-19 undir stjórn Hörpu Rutar íþróttafræðings og einn af þjálfurum félagsins. Einnig verður lagt til lyftingarprógramm fyrir þá sem hafa aldur í ræktina þ.e.a.s ´96 og eldri sem krakkarnir geta æft eftir a.m.k 2 sinnum í viku sjálf. Þá verða krakkarnir hinsvegar að eiga ræktarkort, en hafa möguleika á 40% afslætti af kortum. Æfingargjald verður 7500 krónur (æfingatímabil frá 13. sept-1.des). Endilega látið vita sem allra fyrst hvort þið hafið áhuga og tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudaginn 8. September á netfangið hrh28@hi.is eða í síma 8663464 eftir kl 16:00.