Heimasíða Skíðamóts Íslands!

Heimasíða Skíðamóts Íslands er nú tilbúin og er forsíðan komin í loftið, slóðin er www.skidalvik.is/sli2002 Heimasíðan mun gegna mikilvægu hlutverki í lokaundirbúningi fyrir Skíðamót Íslands en þar verða settar inn nýjustu upplýsingar og tilkynningar er varða mótshaldið. Á meðan á mótinu stendur verða tímar í fyrri ferð og síðan úrslit birt og uppfærð jafnóðum og þau liggja fyrir.