Heimasíðan mikið notuð.

Ótrúlegur fjöldi fer inn á heimasíðu Skíðafélags Dalvíkur þessa dagana. Í janúar voru 23.000 síðuflettingar sem gera að jafnaði 740 flettingar á dag. Það sem af er febrúar eru flettingarnar orðnar rúmlega 18.000. Þær síður sem mest eru notaðar eru fréttasíðan, vefmyndavélin, myndasíðan og æfingasíðan en þar setja þjálfararnir inn dagleglegar upplýsingum um æfingar dagsins. Við eru að sjálfsögðu mjög ánægð með þessa notkun sem skíðaáhugafólk af öllu landinu virðist nota sér.