Hitaveita í Brekkusel.

Í sumar var hitaveita lögð í Brekkusel en það er fyrsti áfangi í átta ára uppbyggingaráætlun fyrir skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Það verður gjörbylting fyrir okkur að fá heitt vatn á svæðið en hingað til hefur Brekkusel verið hitað upp með rafmagni. Þetta þíðir að nú verður loksins hægt að bjóða upp á almennilegar sturtur sem við stefnum á að setja á snyrtingarnar niðri og nýta þess í stað gamla sturturýmið sem gistiaðstöðu.