Hjálmar og brettafólk!

Nokkur umræða hefur verið í gangi meðal foreldra og aðstandenda barna og unglinga sem eru á brettum hvort ekki sé skylda að vera með hjálma á brettum eins og á skíðum. Öllum 12 ára og yngri er skylt að nota hjálma á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli. Umræðan hefur einnig snúist um það hvort að ekki ætti að hafa aldurstakmarkið 16 ár. Til eru sérstakir brettahjálmar og til stendur að Skíðafélag Dalvíkur verði með hjálma til láns á skíðasvæðinu fyrir brettafólk sem ekki á hjálma eða hefur gleymt þeim heima og eru viðræður í gangi við aðila hér í bæ um fjármögnun kaupanna en verð á slíkum hjálmum er um 9000 kr stikkið. Lánshjálmarnir eru einungis ætlaðir til þess að lána þeim sem gleymt hafa hjálminum heima eða eru ekki búnir að kaupa hann. Þess má geta að Sparisjóður Svarfdæla hefur í mörg ár greitt hjálmakaup niður um ákveðna upphæð gegn framvísun nótu.