Hjörleifur sigraði bæði svig og stórsvig.

Hjörleifur Einarsson Skíðafélagi Dalvíkur var sigursæll á bikarmótinu um helgina en hann sigraði bæði í svigi og stórsvigi sem er frábær árangur. Aðrir keppendur frá félaginu stóðu sig allir vel. Ellen varð 4 í svigi og stóð sig einnig vel í stórsvigi. Jón Bjarni var að keppa á sínu fyrsta bikarmóti og stóð sig mjög vel og endaði 7 í stórsvigi í sínum aldursflokki.