Hluti skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli opnaður um helgina

Nú hefur veðrið loks skánað og nokkuð hefur snjóað síðustu daga. Við stefnum að því að opna svæðið um helgina þó svo að snjórinn sé í lágmarki. Þar sem mjög lítill snjór er á neðra svæðinu verður það aðeins notað til að renna sér af efra svæðinu en þar eru aðstæður skárri og brekkan við lyftuna orðin þokkaleg. Við stefnum síðan að því að hafa opið seinniparta meðan aðstæður eru ekki betri. Nokkuð er ljóst að einhverjar breytingar eru í veðurfarinu okkur skíðaáhugamönnum til ánægju, allavega er komið frost og séðst hefur vísir af stórhríð og skafrenningi í dag! Nú er bara að vona að það haldi áfram að snjóa því ef veðrið helst svipað og verið hefur síðusta sólarhring þá verða aðstæður betri með degi hverjum. Nánari upplýsingar verða settar inn á fréttasíðuna og í upplýsingasíma félagsins sem er 8781606.