Hreinsunardagur í Böggvisstaðafjalli á ári fjallanna.

Þann 4. júlí nk. kl. 18 ætlum við að hreinsa Böggvisstaðafjall eftir veturinn og grilla á eftir. Þetta er árviss viðburður hjá Skíðafélagi Dalvíkur og hvetjum við sem flesta að mæta og hjálpa til við að hreinsa fjallið okkar og gera það hreint fyrir sumarið.