Hreinsunardagur og þrif á Brekkuseli.

Þriðjudaginn 14. júní n.k. ætlum við að hittast upp í Brekkuseli, hreinsa aðeins til í fjallinu eftir veturinn, þrífa Brekkusel og grilla pylsur að því loknu. Það er mæting kl. 18:00, týnum rusl og þrífum í ca. 2 tíma og fáum okkur svo pylsur um kl. 20:00. Hvetjum alla félagsmenn Skíðafélagsins og aðra sem unna Böggvisstaðarfjalli til að mæta, margar hendur vinna létt verk.