- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Það er búið að vera ansi annasamt hér í fjallinu í haust.
Byggingaframkvæmdirnar eru á fullu og ganga mjög vel,
Vissulega hægir aðeins á þegar veðrið spilar ekki með en
Tréverk og Steyputstöðin eru með algjöra nagla í vinnu sem láta
ekkert stoppa sig og eru að vinna að miklum eldmóði.
Maggi verktaki hjálpaði okkur að koma tveim spilfestum upp
í Efri Lyftubrekku og Skálabrekku sem nýtast fyrir nýja troðarann
sem er væntanlegur núna í enda nóv-byrjun des.
Það verður mikil bylting að fá þennan troðara á svæðið sem mun
auðvelda alla vinnslu í fjallinu til mikilla muna og spara tíma ásamt
því að skila mun betri áferð á brekkunum.
Sá gamli verður áfram á svæðinu sem vara bíll, því allt bilar þetta og þá er gott að
eiga einn til vara, en jafnframt verður sá gamli nýttur til að gera göngusporið áfram.
Í ljósi þess að mikið er búið að framkvæma á svæðinu verður að viðurkennast að
sjóðirnir eru ekki digrir til snjóframleiðslu ásamt því að mikið rask er á svæðinu
og enn aðeins eftir í jarðvegsframkvæmdum til að öruggt sé að opna svæðið.
Því verðum við að stíga varlega til jarðar, sólarhringurinn kostar um 200.000 í
snjóframleiðslu og því skiptir hver dagur miklu í fjárhag félagsins.
Við munum sitja af okkur þetta kuldakast og sjá hvort náttúran færi okkur
ekki meira af náttúrulegum snjó, en komi ekki til þess verður kerfið ræst í næsta kafla.
Rétt er að taka fram að þó kalt sé búið að vera í veðri, hefur vindurinn verið heldur
æstur til framleiðslu,
Annars hlakkar okkur mikið til að komast af stað og hefja skíðaveturinn 2024-2025.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv