Hvar er ódýrast að skíða yfir páskana?

Fyrir skemmstu var birt í Morgunblaðinu samanburðarverðskrá yfir skíðasvæði landsins. Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli kom vel út úr þeim samanburði ef mið er tekið af fjölda lyftna og lengd brekkna. Miðað við samanburð sambærilegra skíðasvæða þ.e. svæðum þar sem tvær lyftur eru þá er ódýrast að fara á skíði í Böggvisstaðafjalli. Daggjald fyrir börn er 350 kr og fyrir fullorðna kostar 700 kr. Þannig að nú þegar páskarnir eru í nánd þá er upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og fara í senn á skíði á góðu skíðasvæði þar sem lyftugjöld eru jafnframt mjög ódýr. Þá er bara að drífa sig til Dalvíkur á skíði um páskana.