Í dag er heimasíða Skíðafélags Dalvíkur eins árs

Fréttin hér að neðan var sú fyrsta á nýrri heimasíðu Skíðafélags Dalvíkur fyrir ári síðan. Það er óhætt að segja að það hefur komið þægilega á óvart hvað margir heimsækja síðuna en þegar þetta er skrifað hafa 9.499 heimsóknir komið á síðuna og 22.835 síður verið skoðaðar. Þessar tölur eru ekki alveg réttar því nokkur vandræði voru fyrst um sinn með teljarann og var hann ekki í sambandi í samtals einn mánuð fyrstu mánuðina. Áður hefur verið sagt frá því að við fáum heimsóknir víða að. Meðal annars hafa komið heimsóknir frá Turks og Caicoseyjum sem er hluti af Bermúdaeyjaklasanum. Einnig eru fáeinar heimsóknir frá Japan, Ungverjalandi, Sviss, Brasilíu og Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt. Heimsóknir frá Noregi og Danmörku eru ennþá töluverðar og við vitum af Dalvíkingum sem eru búsettir í Danmörku sem segja það sé þeim lífsnauðsýnlegt að geta skroppið reglulega inn á skidalvik og fengið fréttir og skoðað myndir úr fjallinu. Vonandi verður framhald á góðri aðsókn og áfram ætlum við að segja að bestu getu frá því helsta sem er um að vera hjá okkur og okkar fólki sem er út um allt við æfingar og keppni. Takk fyrir góðar móttökur, Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag hefur opnað nýja heimasíðu sem leysir eldri síðu félagsins af hólmi. Sú síða fór í loftið árið 1998 og áttu þeir Sveinn Torfason og Stian Watn sem þá voru þjálfarar hjá félaginu allan heiðurinn að henni. Síðan sem er barn sins tíma hefur verið ótrúlega mikið notuð og sýnir að félögum er nauðsynlegt að hafa heimasíðu. Okkur þótti við hæfi að ný síða liti dagsins ljós nú því að á árinu 2002, á ári fjallanna, eru liðin 30 ár frá stofnun Skíðafélags Dalvíkur og á því ári höldum við tóbakslaust Skíðalandsmót í samstarfi við Skíðafélag Ólafsfjarðar, en félögin hafa átt gott samstarf um mótahald stærri móta síðustu ár. Nýju síðunni er ætlað að veita upplýsingar um félagið og skíðasvæðið og var leitast við að hafa hana sem allra einfaldasta. Eftir er að bæta ýmsu inn s.s. upplýsingum um svæðið á fleiri tungumálum. Innan fárra daga verður sett upp vefmyndavél á svæðið sem á að senda nýjar myndir af svæðinu inn á síðuna a.m.k. tvisvar til þrisvar á dag. Með þessu verður hægt að kíkja á aðstæður séð frá Brekkuseli og fylgjast með veðri og vindum. Ætlunin er að frétta síðan verði með upplýsingar til almennings og einnig til að koma upplýsingum til þeirra sem hjá félaginu stunda æfingar s.s. um uppákomur á vegum félagsins og f.l. Það var Gunnlaugur Jónsson Halldórssonar sem hefur séð um að gera þessa síðu að veruleika og þökkum við honum fyrir það. Það er von okkar að síðan verði góður upplýsingamiðill fyrir þá sem vilja fylgjast með starfi Skíðafélags Dalvíkur og afla sér upplýsinga um skíðasvæðið í Böggvisstaðarfjalli.