Icelandair Cup og Skíðamót Íslands

Dalvíkingar áttu 6 keppendur á Icelandair Cup og Skíðamót Íslands sem fram fór á skíðasvæði Tindstóls 31.3.-2.4.2005: Björgvin Björgvinsson, Kára Brynjólfsson, Kjartan Hjaltason, Kristinn Inga Valsson, Snorra Pál Guðbjörnsson og Hörpu Rut Heimisdóttur. Á Skíðamóti Íslands varð Björgvin töfaldur Íslandsmeistari karla í stórsvigi og alpatvíkeppni og Kristinn Ingi þrefaldur Íslandsmeistari pilta 17-19 ára. Á Icelandair Cup mótaröðinni varð Björgin í 2. og 6.sæti í svigi og í 2.sæti í stórsvigi. Kristinn Ingi varð í 10. og 11.sæti í svig og í 4.sæti í stórsvigi. Snorri Páll varð í 18. og 19.sæti í svigi og í 18.sæti í stórsvigi á Icelandiar Cup mótaröðinni en í 3.sæti í svig, 2.sæti í stórsvigi og 3.sæti í alpatvíkeppni pilta 17-19 ára á Skíðamót Íslands. Kára gekk ekki sem skyldi í sviginu og lauk ekki keppni en varð í 21.sæti í stórsvigi á Icelandair Cup og í 5.sæti í stórsvigi pilta 17-19 ára. Kjartan var að taka þátt í sínu fyrsta Landsmóti og alþjóðlegum mótum og stóð sig mjög vel. Hann varð í 27.sæti í svigi og 40.sæti í stórsvigi á Icelandair Cup og í 27.sæti í stórsvigi á Skíðamóti Íslands. Harpa Rut sem hætti að æfa og keppa fyrir 3 árum ákvað að sýna sannan liðsanda og vera með í sviginu. Hún varð í 7.sæti í tveim svigmótum og í 5.sæti í því þriðja og náði jafnframt þriðja besta tímanum í seinni ferð þriðja mótsins.