Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar kjörin í dag.

Í dag var Björgvin Björgvinsson skíðamaður kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar í 10. sinn. Björgvin stóð sig mjög vel í íþrótt sinni á þessu ári, þar á meðal varð hann fjórfaldur íslandsmeistari á skíðamóti Íslands á Akureyri í vor. Þessa dagana er Björgvin við æfingar í Böggvisstaðafjalli við frábærar aðstæður. Þá fengu Unnar Már Sveinbjarnarson og Jakob Helgi Bjarnason viðurkenningar fyrir unglingatitla sem þeir unnu á unglingameistaramótinu á Ísafirði í vor.