Jakob á leið áTopolino.

Jakob Bjarnason úr Skíðafélagi Dalvíkur er nú við æfingar í Austurríki en þaðan fer hann á Topolíno leikana á Ítalíu sem hefjast 22. febrúar nk. Þar koma til keppni krakkar frá um 45 þjóðlöndum og öllum heimsálfum. Um síðustu helgi keppti hann í svigi og stórsvigi í Voss í Noregi og sigraði með yfirburðum báða dagana í svigi og stórsvigi. Var um 3 sek á undan næsta manni í ferð. Hann hefur nú sigrað á 6 af 8 mótum sem er einskonar úrtökumót fyrir Unglingameistarmót Noregs (Landsfinalen) og hefur þannig tryggt sér keppni í fyrsta ráshóp.