Jakob Einar heldur uppteknum hætti

Jakob Einar Jakobsson frá Ísafirði sigraði í dag í 10 km göngu 17-19 ára með hefðbundinni aðferð og þar með hefur hann sigrað í báðum einstaklingsgreinum í þessum flokki. Annar í dag varð Andri Steindórsson frá Akureyri og þriðji Markús Björnsson, Ísafirði.