Jakob Einar sigraði örugglega í flokki 17-19 ára

Jakob Einar Jakobsson, Ísafirði, sigraði 10 km göngu pilta 17-19 ára með nokkrum yfirburðum. Jakob Einar fékk tímann 26,12 mín. Annar varð Markús Þór Björnsson, Ísafirði, á tímanum 27,22 mín og þriðji Andri Steindórsson, Akureyri, á tímanum 27,43 mín.