Jakob Helgi á Topolino í vetur.

Alpagreinanefnd SKÍ hefur valið hóp keppenda fyrir verkefnið Topolino 2009 og er Ásgeir Magnússon verkefnisstjóri. Markmið verkefnisins er að skapa umgjörð utan um hóp efnilegra keppenda á aldrinum 13-14 ára, m.a. með því að hafa áætlun og skýrar kröfur um árangur. Til að að ná hópnum saman og skapa þéttann félagslega sterkan hóp eru settar fram kröfur um framlag og þátttöku keppenda og þeim fylgt eftir. Sameiginlegar æfingaferðir og æfingabúðir stuðla að þessu. Keppendur. Jakob Helgi Bjarnason, Dalvík Róbert Ingi Tómasson, Skíðafélag Akureyrar Sturla Snær Snorrason, Ármann Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik Freydís Einarsdóttir, Ármann Hugrún Elvarsdóttir, Breiðablik