Jakob Helgi Bjarnason íslandsmeistari í stórsvigi.

Í dag var keppt í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli.Stórsvigið var á dagskrá í gær en keppni var hætt vegna slæmra aðstæðna.Í dag voru aðstæður hins vegar mjög góðar. Mótið var einnig FIS mót. Jakob Helgi Bjarnason úr Skíðafélagi Dalvíkur varð íslandsmeistari og óskum við honum til hamingju með titilinn. Jakob var þriðji eftir fyrri ferð en átti mjög góða seinni ferð sem tryggði honum titilinn. Unnar Már Sveinbjarnarson varð 7 í heildina en þriðji í 17-19 ára flokki. Mod Björgvinsson varð í 9 sæti, Mad Björgvinsson varð 13, Þorsteinn Helgi Valsson 17, Arnór Reyr Rúnarsson 19 og Skúli Lorenz Tryggvason 30.