Jakob Helgi Bjarnason keppir á Vetrarólympíuleikum ungmenna

Jakob Helgi Bjarnason úr Skíðafélagi Dalvíkur er einn þriggja fulltrúa Íslands á fyrstu Vetrarólympíuleikum ungmenna sem settir verða í Innsbruck í Austurríki á morgun. Jakob Helgi verður fánaberi fyrir Íslands hönd. 1000 þátttakendur frá 16 löndum keppa á mótinu. Jakob Helgi og Helga María Vilhjálmsdóttir keppa í alpagreinum og Gunnar Birgisson keppir í skíðagöngu.