15.01.2008
Jakob Helgi Bjarnason sem er 12 ára kappi og er ný gengin til liðs við Skíðafélag Dalvíkur er nú í æfinga- og keppnisferð í Noregi.
Hann stefnir á að keppa á Unglingameistaramóti Noregs í mars n.k. en þarf að vinna sér inn rétt til keppni. Hann keppti á fyrstu 2 úrtökumótunum af 8 og sigraði bæði í svigi og stórsvigi nú um helgina. Keppnin var haldin í Voss í Hördalandsfylki.
Hördalandsfylki hefur kvóta fyrir 4 skíðamenn og þar af 1 skíðamann í fyrsta ráshópi hjá 11-12 ára drengjum á Unglingameistaramótinu og stefnir Jakob að því að ná því sæti. Það mun þýða að hann mun fá rásnúmer innan við 15 af um 100 keppendum. Jakob Helgi nældi sér í 50 stig á fyrstu 2 mótunum um helgina af 100 stigum sem hann þarf til að ná sínu markmiði.
Næstu mót sem Jakob Helgi keppir á eru í Eikedalen, skammt frá Bergen, dagana 26.-27.janúa.