24.01.2010
Jakob Helgi félagi í Skíðafélagi Dalvíkur hefur verið við æfingar og keppni í Noregi síðustu daga og keppti á tveimur mótum, svigi og stórsvigi, dagana 20. og 21.janúar s.l.
Mótin eru fylkismót í Akershusfylki þaðan sem flestir af bestu skíðamönnum Noregs koma. Svigmótið var haldið í Kirkerud í nágrenni Óslóar þann 20.janúar og þar sigraði Jakob Helgi með því að keyra seinni ferðina á lang besta tímanum.
Næstir á eftir Jakobi voru 2 af bestu skíðamönnum Noregs í 13-14 ára flokki en það eru Martin Jessen og Martin Fjeldberg. Hægt er að skoða úrslit frá mótinu á www.bskalpint.no
Þann 21.janúar var seinna mótið haldið í Hurdal skammt norðan við Ósló og þá keppt í stórsvigi. Jakob Helgi sigraði einnig það mót með yfirburðum eða 2 sekúndum samanlagt. Úrslit úr stórsvigi má skoða á www.fremad.net
Jakob keppti einnig á mótum í Geilo í Noregi fyrir jólin og átti þar kappi við sömu stráka og á mótunum í Akerhusfylki og hafnaði þá í 2.sæti í stórsvigi, risasvigi og tvíkeppni en keyrði út úr í svigi. Úrslit úr því móti má sjá á: www.geiloil.no