30.01.2008
Jakob Helgi sigraði bæði í svigi og stórsvigi á móti Eikedalen í Noregi og með því er hann búin næla sér í 100 stig sem duga honum í fyrsta ráshóp Unglingameistaramóti í Noregs í lok mars. Það þýðir að hann hefur tryggt sér rásnúmer innan við 15 af um 100 keppendum.
Hann sigraði í stórsviginu með um 3 sekúndum í ferð og leiddi eftir fyrri ferð í sviginu með 3 sek. Í seinni ferð í sviginu datt hann en náði samt besta brautartíma og sigraði samanlagt með 3 sek.
Jakob hefur nú tekið þátt í 4 af 8 úrtökumótum í Hördalandsfylki. Næstu mót sem hann keppir á verða í Voss eftir tæpar 2 vikur.
Eftir tæpar 4 vikur mun hann keppa á Topolinoleikunum á Ítalíu en það er alþjóðlegt Fis-barnamót þar sem keppendur frá um 45 þjóðlöndum munu verða með.