- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Í síðustu viku fengum við heldur betur sérstaka heimsókn hingað á skíðasvæðið. En hingað komu á ferðalagi sínu um landið hjónin John og Jewel Andrew sem hafa sl. 21 ár haft það sem eitt af sínum áhugamálum að heimsækja skíðasvæði í Norður Ameríku.
Ævintýrið hófst fyrir 1997 þegar þau hjónin ákváðu að slá til og heimsækja eins mörg skíðasvæði og þau kæmust yfir. Lagt var á ráðin og ævintýrið skipulagt, og hafa þau eins og áður segir notað 21 ár til að uppfylla drauma sína.
Í dag hafa þau heimsótt 548 skíðasvæði á 810 skíðadögum sem dreifast á 21 ár. Ástæðan fyrir því að þau voru mætt til Íslands var að þau höfðu áttað sig á því að hluti af Íslandi og Grænlandi tilheyrði Norður-Ameríku jarðskorpuflekanum og því bættust 10 - 12 skíðasvæði við listann þeirra.
Að sjálfsögðu skelltu þau sér í brekkurnar og létu vel af sér.
Þökkum við þeim hjónum fyrir komuna og óskum þeim góðs gengis
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv