Jokob Helgi sigraði FIS mót milli jóla og nýárs

Fyrsta Fis og bikarmótið í vetur fór fram í Hlíðarfjalli 28 og 29 desember sl, en þá var kepp í tveimur svigum. 7 krakkar úr Skíðafélagi Dalvíkur tóku þátt í mótinu. Bestum árangri okkar fólks náði Jakob Helgi Bjarnason en hann gerði sér lítið fyrir og sigraði annað mótið. Jakob var 20/100 á eftir fyrsta manni í fyrri ferð en í seinni ferðinni sýndi hann styrk sinn og varð rúmri sek á undan og sigraði því nokkuð örugglega. Heildar úrslit má finna á ski.is.