08.09.2004
Nú hefur verið gengið frá ráðningu í starfið sem Skíðafélag Dalvíkur auglýsti í sumar.
Jón Gunnlaugur Halldórsson var ráðinn í starfið og hefur hann störf nú í september. Jón mun starfa hjá félaginu í átta mánuði á hverju ári en óráðið er hvort starfið verður heilsársstarf eins og upphafleg áform voru um. Jón mun sinna daglegum rekstri á skíðasvæðinu yfir skíðavertíðina en sinna viðhaldi á skíðamannvirkjum utan hennar.
Áður var starfið sem Jón fer í sex mánuðir en eins og áður sagði hefur hann verið ráðinn í átta mánuði til félagsins.
Stækkun starfsins kemur til með að gera allt viðhald og endurbætur á svæðinu auðveldari því verkefnin aukast ár frá ári. Stækkunin kemur ekki til með að kalla á endurnýjun samningsins við Dalvíkurbyggð til reksturs Skíðafélagsins þar sem gert var ráð fyrir stækkun starfsins í árs áætlun félagsins.