25.02.2010
Jóns og meistaramót. Minningarmót Jón Bjarnason 5.-7. MARS 2010
Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins. Þetta er í þrettánda skipti sem mótið er haldið og hefur vakið mikla hrifningu þeirra sem tekið hafa þátt. Í ár er mótið með örlítið breyttu sniði þar sem 11-12 ára börn keppa á Jóns og Meistaramóti en það gerir mótið bara enn veglegra. Það er von okkar að nú takist vel til sem áður og að mótið verði áfram árlegur viðburður sem börn á þessum aldri hlakka til að taka þátt í.
Mótið fer fram dagana 5.- 7. mars n.k. Það er ætlað 9-12 ára börnum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði. Keppt verður í stórsvigi (1 umferð), 25 metra bringusundi og svigi (2 umferðir). Þá eru einnig verðlaun fyrir tvíkeppni stórsvig / sund.
Í Meistaramótinu sem er fyrir 11-12 ára bætist alpatvíkeppni við samanlagður árangur í stórsvigi og svigi. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki.
Mótsgjald fyrir 9 - 10 ára er 2000 krónur á keppanda og fyrir 11 - 12 samkvæmt gjaldskrá SKÍ.
Keppt verður í göngu 11-12 samhliða bikarmóti í Ólafsfirði. Stúlkur og drengir 11-12 ára 2 km. hefðbundin aðferð og 2 km.frjáls aðferð.
DRÖG AÐ DAGSKRÁ
Föstudagur 5. mars
Kl. 18:00 keppt í sundi
Að sundmóti loknu verður farastjórafundur í sal Dalvíkurskóla og börnin fá að skemmta sér í lauginni til klukkan 21:00
Laugardagur 6. mars
Kl. 10:30 Afhending númera
Kl. 11:00 Brautarskoðun
Kl. 12:00 Start-stórsvig 9-12 ára
Kl. 20:00 kvöldvaka
Sunnudagur 7. mars:
Kl. 9:30 Afhending númera
Kl. 10:00 Brautarskoðun
Kl. 11:00 Start-svig 9-12 ára
Veitingar, verðlaunaafhending og mótsslit í Brekkuseli að móti loknu.
Ganga Ólafsfirði.
Laugardagur 6. mars .
Kl. 13:00 hefðbundin aðferð, einstaklingsstart.
Stúlkur 11-12 ára 2.0 km
Drengir 11-12 ára 2.0 km
Sunnudagur 7. mars:
Kl. 11:00 frjáls aðferð, hópstart.
Stúlkur 11-12 ára 2.0 km
Drengir 11-12 ára 2.0 km
Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og eigi hér á Dalvík góða og skemmtilega helgi. Þátttöku skal tilkynna á netfangið jonsmot@gmail.com fyrir fimmtudaginn 25. Febrúar n.k.
Skráningar í gönguna þurfa að berast á netfangið jonkonn@simnet.is fyrir kl. 20:00 þriðjudaginn 2. mars
Frekari upplýsingar um mótið gefa Snæþór Arnþórsson í síma 659-3709 og Hildur Birna Jónsdóttir í síma 8616602 og einig á jonsmot@gmail.com
Bestu kveðjur
Skíðafélag Dalvíkur