04.12.2006
Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason sem var einn af stofnendum félagsins. Mótið fer fram dagana 17. og 18. mars 2007
Mótið er ætlað 9-12 ára börnum alls staðar af landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt verður í stórsvigi (hefðbundið 9-12 ára) 50 metra bringusundi (11-12 ára) og svigi (hefðbundið 9-12 ára). Vegleg verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hvorum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, stórsvig/sund.
Þetta er í tíunda skipti sem minningarmót um Jón Bjarnason er haldið og hefur það tekist mjög vel og vakið mikla hrifningu þeirra sem hingað hafa komið og tekið þátt. Það er von okkar að nú takist vel til sem áður og að mótið verði skemmtilegur árlegur viðburður sem börn á þessum aldri hlakka til að taka þátt í.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og eigi hér á Dalvík góða og skemmtilega helgi.