Jónsmót 2011

Minningarmót um Jón Bjarnason fer fram helgina 5-6. mars 2011. Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason sem var einn af stofnendum félagsins. Þetta er í 14 skipti sem mótið er haldið en það hefur tekist mjög vel og vakið mikla hrifningu þeirra sem hingað hafa komið og tekið þátt. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu koma hér á síðuna á næstu dögum.