01.03.2014
Á fundi með þjálfurum í gærkvöldi kom fram eindreginn vilji til að klára mótið í dag. Mótsnefnd lýsti sig strax reiðubúinn til að láta á það reyna að því gefnu að veðuraðstæður yrðu skaplegar. Það er tilfellið og því höfum við uppfært dagskrá enn á ný og markmiðið er að klára allt skíðerí upp úr kl. 18:30 og taka svo verðlaunaafhendingu í beinu framhaldi. Planið okkar er því hér að neðan en við ákiljum okkur rétt til að flýta og seinka eftir því sem aðstæður gefa tilefni til:
Laugardagur 1. mars - Svig
Kl. 09:30 Brautarskoðun 11-13 ára fyrri ferð
Kl 10:15 Fyrri ferð svig 11-13 ára
Kl: 12:00 Brautarskoðun 11-13 ára seinni ferð
Kl: 12:45 Seinni ferð 11-13 ára
Kakó og heimabakað
Kl: 13:15 Brautarskoðun 9-10 ára
Kl: 14:00 Fyrri ferð 9-10 ára
Kl. 15:00 Brautarskoðun seinni ferð 9-10 ára
Kl. 15:30 Seinni ferð 9-10 ára
Laugardagur 1. mars stórsvig
Kl. 15:45 Skoðun stórsvig 11-13 ára
Kl 16:30 Start stórsvig 11-13 ára
Kl 17:00 Skoðun stórsvig 9-10 ára
Kl 17:45 Start 9-10 ára
Kl. 19:00 Verðlaunaafhending, Pizza og mótsslit í Íþróttamiðstöð Dalvíkur. ATH verðlaunaafhendingin byrjar um kl. 19:30 en Pizzan kl. 19:00