03.03.2011
Veðurfræðingur mótanefndar telur að veðurspáin á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir sunnudaginn gæti verið hagstæðari.
Hins vegar er spáin góð, bæði fyrir föstudag og laugardag.
Í ljósi þessa hefur mótstjórn ákveðið að flýta dagskránni sem segir:
Föstudagur 4. mars
Stórsvig (ein ferð)
Kl. 19:45 Brautarskoðun 9-10 og 11-12 ára
Kl. 20:15 Start Stórsvig 9-10 ára
- Start hjá 11-12 hefst strax að lokinni keppni 9-10 ára.
Laugardagur 5. mars
Svig (tvær ferðir)
Kl. 09:30 Brautarskoðun 11-12 ára
Kl. 10:00 Fyrri ferð svig 11-12 ára, seinni ferð verður farin strax að lokinni fyrri ferð
Kl. 11:30 Brautarskoðun 9-10 ára
Kl. 12:00 Fyrri ferð svig 9-10 ára, seinni ferð verður farin strax að lokinni fyrri ferð
Sundkeppnin og sundlaugarpartí: Tímasetningar verða ræddar á fararstjórafundi strax að lokinni keppni á föstudagskvöldinu.
Bestu kveðjur,
Skíðafélag Dalvíkur og Mótstjórn