Jónsmót - Portkonur og karlar!

Jónsmótsnefnd auglýsir eftir áhugasömum sem vilja taka að sér að vera portaverðir á Jónsmótinu sem fram fer dagana 28. feb - 1. mars í Böggvistaðarfjalli. Starfið er ákaflega gefandi og skemmtilegt og býður upp á verulega gott sjónarhorn á brautina. Tilvalið fyrir foreldra sem vilja fylgjast með börnunum sínum skíða niður brautina. Okkur vantar 2-4 portaverði, fyrstur kemur, fyrstur fær. Áhugasamir sendið línu á jonsmot@gmail.com eða hringið í Snæþór í síma 6593709.