02.03.2008
Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins.
Mótið fer fram dagana 7.- 9. mars n.k. Það er ætlað 9-12 ára börnum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt verður í stórsvigi (1 umferð), 50 metra bringusundi og svigi (2 umferðir). Vegleg verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og eigi góða og skemmtilega helgi hér á Dalvík. Þátttöku skal tilkynna á netfangið skidalvik@skidalvik.is fyrir þriðjudaginn 4. mars n.k.
Frekari upplýsingar um mótið gefa Jóhann Bjarnason í síma 866-3467 og Snæþór Arnþórsson í síma 659-3709.
STYRKTARAÐILI MÓTSINS ER TOYOTA-AKUREYRI
Föstudagur 7. mars
Kl. 20:00 Fararstjórafundur í Turni sunlaugar Dalvíkur
Kl 20-22:00 Sundlaugarpartí í Sundlaug Dalvíkur
Laugardagur 8. mars
Kl. 9:30 Afhending númera
Kl. 9:45 Brautarskoðun
Kl. 10:30 Start-stórsvig 9-12 ára
Kl. 13:00 Start- 50 m bringusund í Sundlaug Dalvíkur
Kl. 16:00 Kaffisamsæti fyrir fararstjóra og starfsmenn mótsins
Kl. 20:00 Kvöldvaka í Víkurröst fyrir keppendur á mótinu
Sunnudagur 9. mars:
Kl. 9:30 Afending númera
Kl. 9:45 Brautarskoðun
Kl. 10:30 Start-svig 9-12 ára
Veitingar, verðlaunaafending og mótsslit í Brekkuseli að móti loknu.
[link="http://dealers.toyota.is/dealers/5DCDBBA9-DAB7-11D2-9821-006094F96CDD/"]TOYOTA AKUREYRI[/link][link="http://dealers.toyota.is/dealers/5DCDBBA9-DAB7-11D2-9821-006094F96CDD/"]TOYOTA AKUREYRI[/link]