Jónsmótið 2009

Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason. Mótið er ætlað 9-12 ára börnum alls staðar af landinu. Mótið fer fram helgina 7.til 8. mars 2009. Það er von okkar að sem flest félög sjái sér fært að mæta á mótið en óskir um þessa dagsetningu kom frá félögum á Reykjavíkur svæðinu.