29.03.2009
Forsvarsmenn skíðafélaganna á Dalvík og í Ólafsfirði vilja koma á framfæri bestu þökkum til keppenda, þjálfara og starfsmanna sem komu að FIS og bikarmóti Slippsins sem haldið var í Böggvistaðafjalli s.l. laugardag. Mótið gekk í öllum meginatriðum vel fyrir sig en smávæginlegar tafir urðu á dagskrá vegna litblindu lagningarmanna í seinni umferð svigsins. Um 60 starfsmenn komu að framkvæmd mótsins og stóðu þeir vaktina allt upp í 14 klst í sjálfboðavinnu en til gamans má geta þess að um 500 vinnustundir liggja að baki móti sem þessu fyrir utan þá vinnu sem fer í skipulagningu og utanumhald. Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn.