Kaffihlaðborð foreldrafélagsins á páskadag.

Hið árlega kaffihlaðborð foreldrafélags Skíðafélags Dalvíkur verður í Brekkuseli á páskadag og hefst það kl. 14:00. Að vanda verða kræsingar á borðum fram eftir degi. Verð 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir 6-12 ára börn, frítt fyrir 5 ára og yngri.