Kaffihlaðborð í Brekkuseli á páskadag.

Frá kl.14.00 á páskadag verður kaffihlaðborð í Brekkuseli í umsjón Foreldrafélags yngri barna. Þetta er árleg fjáröflun foreldrafélagsins og rennur ágóðinn í starf yngri barna skíðafélagsins. Verð 800 kr. fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir 6-12 ára börn, frítt fyrir 5 ára og yngri. Við hvetjum alla til þessa nýta sér kræsingarnar sem verða í boði og styrkja í leiðinni starf yngri barna félagsins. Foreldrafélagið.