Kaffisamsæti foreldrafélagsins.

Á mánudaginn 13. febrúar ætlum við í foreldrafélaginu að bjóða til kaffisamsætis, kakó og kökur, öllum börnum í þriðja bekk og uppúr sem æfa hjá skíðafélaginu á milli 17.00-17.30. Tilgangurinn er að eiga notalega stund saman á milli æfinga. Á fimmtudaginn 16.febrúar verður samskonar samsæti fyrir börn úr 1 og 2 bekk, ásamt þeim sem eru í leiktímunum strax á eftir æfingu hjá þeim. Hlökkum til að sjá ykkur öll Foreldrafélagið.